Ráðherrar ríkisstjórnarinnar mældust mjög mismunandi virkir sem viðmælendur í umfjöllun um þá eða þeirra ráðuneyti. Creditinfo Ísland gerir úttekt á þessari virkni reglulega og skoða þá hve oft ráðherrar birtast sem viðmælendur í ljósvakafréttum. Er þetta gert til að skoða hve sýnilegir ráðherrar eru almenningi. Mælingin kallast Ráðherrapúlsinn og eru niðurstöður birtast tvisvar á ári.

Á tímabilinu 24. maí - 31 desember 2007 mældist Björgvin G. Sigurðsson með mestu virknina í fréttum ljósvakamiðla en hann kom fram í yfir 50% ljósvakafrétta sem tengdust honum eða hans ráðuneyti.

Fyrri hluta ársins í fyrra mældist hins vegar Geir H. Haarde með mestu virknina en hann mælist nú í næsta sæti með um 47% virkni sem viðmælandi.

Í næstu sætum mælast síðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Utanríkisráðherra, Einar Kr. Guðfinnsson Landbúnaðar-Sjávarútvegsráðherra, Össur Skarphéðinsson Iðnaðarráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir Umhverfisráðherra.

Í fyrstu 6 sætum raðast því 4 ráðherrar úr röðum Samfylkingarinnar en 2 ráðherrar úr flokki Sjálfstæðismanna.

Einar Kr. Guðfinnsson hefur frá upphafi síns ráðherraferils mælst í fyrsta til öðru sæti meðal virkustu ráðherra sem viðmælanda í fréttum en hann fellur nú í 4.sæti. Þá hefur umhverfisráðherra ávallt mælst með neðstu sætunum þar til nú þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir mælist í 6.sæti segir í tilkynningu frá Creditinfo Ísland.