Björgvin G. Sigurðsson segir að hann tjái sig ekki um niðurstöður þingmannanefndarinnar fyrr en Alþingi hefur lokið afgreiðslu málsins. Í því felst að taka ákvörðun um hvort Björgvin verði einn af þeim sem dreginn verður til ábyrgðar ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Geir H. Haarde og Árna M. Mathiesen. Fullrúar Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni vilja ekki að Björgvin G. Sigurðsson verði ákrærur með samþykkt Alþingis.

„Málið er nú í höndum Alþingis, sem kveður upp úr um lokaniðurstöðu," segir Björgvin í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í morgun. „Ég hef áður sagt að ég muni ekkert gera sem geti truflað störf þingsins í þessu mikilvæga máli. Sú yfirlýsing stendur og því mun ég ekki tjá mig um málið opinberlega fyrr en þingið hefur lokið afgreiðslu málsins."