Björgvin Ingi Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipta og þróunar hjá Íslandsbanka. Er um að ræða nýtt svið sem var sett á fót í samræmi við stefnuáherslur bankans. Undir hið nýja svið heyra sölumál, viðskiptagreining, netviðskipti, þjónusta, markaðsmál og viðskiptaþróun. Að auki hefur sviðið yfirumsjón með stefnu bankans og innleiðingu hennar.

Björgvin Ingi kemur til Íslandsbanka frá Meniga þar sem hann var fjármálastjóri um tíma en þar áður starfaði hann um tveggja ára skeið hjá ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey & Company. Björgvin Ingi hefur að auki víðtæka reynslu af bankastarfsemi og var m.a. starfsmaður Íslandsbanka frá 2000-2005. Björgvin Ingi er með MBA gráðu frá Kellogg School of Management og B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands.