Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, hefur ákveðið að hætta við að sækjast eftir sæti á lista hjá Framsókn í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu hjá Björgvini Páli á Facebook.

Sjá einnig: Björgvin Páll býður sig fram

Björgvin Páll tilkynnti í byrjun febrúarmánaðar framboð sitt  í 1. - 2. sæti á lista hjá Framsókn fyrir komandi kosningar. Í tilkynningunni lagði hann áherslu á málefni barna og annarra viðkvæmra hópa í samfélaginu.

Nú hefur hann skipt um skoðun og ákveðið að sækjast ekki eftir sæti á lista flokksins. Með ákvörðuninni segist hann vilja hjálpa þeim sem munu leiða flokkinn í sinni vinnu.