Bjóhátíðin vinsæla Októberfest er í fullum gangi í München í Þýskalandi um þessar mundir en henni lýkur á sunnudaginn. Aðeins sex bjórframleiðendum er heimilt að selja bjór á hátíðinni og í ár hefur verðið á bjór á hátíðinni aldrei verið hærra. Hvert bjórglas kostar nú tíu evrur eða um 1.500 íslenskar krónur.

Á síðasta ári voru 6,4 milljónir gestir á hátíðinni sem drukku samtalst 6,7 milljón lítra af bjór en hátíðin hefur verið haldin hátíðleg síðan árið 1810. Hærra bjórverð á hátíðinni er ekki í takt við almenna eftirspurn eftir bjór í Þýskalandi en hún hefur farið stigminnkandi á síðustu árum samkvæmt greiningu Financial Times um málið.

Þeir bjórframleiðendur sem fá að selja á hátíðinni, Augustiner, Hacker Pschorr, Hofbräu, Lövenbräu, Paulaner og Spaten framleiða allir bjór innan borgarmarkanna en talsmenn þeirra segja hækkandi verð vera í takt við aukinn kostnað við bjórframleiðslu.