Sala áfengis jókst um 1,5% lítra fyrstu fimm mánuði ársins í samanburði við árið í fyrra. Aukning var í sölu rauðvíns um 2,7% og hvítvíns um 1,1%. Sala á ókrydduðu brennivíni, vodka og blönduðum drykkjum hefur hins vegar dregist saman. Sala ávaxtavína heldur áfram að aukast og er söluaukning í þeim flokki tæp 96% á milli ára.  Þetta kemur fram á heimasíðu ÁTVR.

Á fyrstu fimm mánuðum ársins hafa samtals 1.637 þúsund lítrar selst af áfengi. Á sama tíma í fyrra seldust 1.583 þúsund lítrar. Lang stærsti hlutinn er sala á bjór sem nemur um 76,57% af seldum lítrum.

Sala á tóbaki hefur almennt dregist samanfyrir utan reyktóbak. Sala á neftóbaki, vindlum og vindlungum hefur dregist saman. Fyrstu fimm mánuði ársins er samdráttur í sölu vindlinga um tæp 12%, vindla um 11% og sala neftóbaks hefur dregist saman um tæp 14% í samanburði við sömu mánuði í fyrra. Hins vegar er aukning í sölu reyktóbaks um tæp 7%.

Tóbakssala
Tóbakssala