Björk & Birkir
Björk & Birkir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Foss distillery, sem framleiðir líkjöra og snafsa undir nafninu Björk & Birkir, hefur hafið útrás til Bandaríkjanna. Samkvæmt fréttatilkynningu frá fyrirtækinu eru öll leyfi í höfn og undirbúningur á lokastigi. Stefnt er að því að vörurnar verði komnar í dreifingu í Bandaríkjunum í byrjun október.

Fyrirtækið Vendetta Spirits, sem hefur sérhæft sig í framleiðslu og innflutningi á líkjörum og snöfsum til Bandaríkjanna, mun annast alla sölu og markaðssetningu á vörunum.

Björk & Birkir eru unnin úr íslensku birki og birkisafa. Varan fæst nú þegar í Danmörku og samningar við fleiri dreifingaraðila í Evrópu eru í vinnslu, að því er fram kemur í tilkynningunni. Þar segir jafnframt:  „Það er því ekki langt þar til Björk & Birkir verða búin að festa sig í sessi á heimsvísu.“