Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona er einn af aðalfyrirlesurunum á ráðstefnu tæknitímaritsins Wired í ár. Fyrstu tólf fyrirlesararnir voru tilkynntir fyrir nokkrum dögum er Björk þar efst á lista. Í tilkynningunni segir að Björk sé íslensk söngkona og tónlistarfrumkvöðull sem umbreytti plötu í heimsins mest gagnvirka smáforrit.

Aðrir fyrirlesarar eru til að mynda  Indverjinn Suneet Singh Tuli sem er á bak við 25 dollara spjaldtölvuna Akash og uppfinningamaðurinn Jack Andraka sem meðal annars fann upp sjúkdómsgreiningartæki fyrir krabbamein í brisi þegar hann var 15 ára gamall..

Ráðstefnan er haldin 17 og 18 október í London og kostar 1.590 pund á hana sem samsvarar rétt tæpum 300 þúsund krónum. Ef bókað er snemma fæst miðinn á 1.431 pund.