Guðmundur Þorbjörnsson er nýr stjórnarformaður Valitor og tekur við af Björk Þórarinsdóttur. Björk var þann 14. mars endurkjörin sem formaður stjórnar Valitor á aðalfundi félagsins.

Björk er í leyfi frá störfum sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Arion banka vegna ákæru sérstaks saksóknara í máli gegn fjölda fyrrverandi starfsmanna Kaupþings.

Tilkynnt var um að Björk ásamt öðrum starfsmönnum bankans færi í leyfi þann 19. mars eftir að ákæran var gefin út. Samkvæmt skráningu Creditinfo er Björk ekki lengur í stjórn Valitor og hefur Hrönn Greipsdóttir tekið sæti hennar í stjórninni.