*

fimmtudagur, 1. október 2020
Innlent 6. nóvember 2015 13:26

Björk og Andri Snær skjóta á ríkisstjórnina

Listamennirnir báðu heimsbyggðina um aðstoð gegn stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar.

Ritstjórn
epa

Björk Guðmundsdóttir og Andri Snær Magnason, söngkona og rithöfundur, boðuðu til blaðamannafundar í Gamla Bíó í dag þar sem þau vildu notfæra sér tónlistarhátíðina Iceland Airwaves til að koma skilaboðum á framfæri til heimspressunnar.

Listamennirnir tveir fóru yfir helstu áherslur náttúruverndarsamtakanna Gætum garðsins. Í samstarfi við Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands vildu þau útskýra hvað fælist í því að sætrengur yrði lagður milli Bretlands og Íslands.

Hópurinn Gætum garðsins hefur það að markmiði að stofna þjóðgarð á miðhálendinu til að vernda óbyggðir Íslands.

Bæði Björk og Andri gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir stóriðjustefnu hennar. Þá sögðu þau sæstrenginn vera fugl í hendi sem ástæðulaust væri að fórna fyrir fugl í skógi.

Tilkynningu Bjarkar má sjá í Youtube-myndbandinu hér að neðan.