Björk Kristjánsdóttir hefur verið ráðin í starf fjármálastjóra hjá Carbon Recycling International (CRI). Með ráðningunni kemur hún inn í teymi lykilstjórnenda hjá fyrirtækinu.

Björk hefur reynslu af frumkvöðlastarfi, stjórnun, fjármálum og stefnumörkun. Hún hefur stofnað og leitt fyrirtæki í gegnum umbreytingatímabil sem meðstofnandi og framkvæmdarstjóri. Áður hefur Björk meðal annars starfað sem rekstrarstjóri hjá Bus hostel og Travelade og var einn af stofnendum Made in mountains og Reykjavík Backpackers, auk þess að starfa í bankageiranum í sex ár. Björk er með BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og viðurkenningu bókara.

Sjá einnig: Stefna á markað í september

Ég er mjög þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt. Carbon Recycling International er á mjög spennandi stað þar sem tæknilausnir fyrirtækisins spila hlutverk í baráttunni við loftslagsbreytingar og fjölmörg tækifæri standa fyrir dyrum. Miklum vexti hefur verið spáð á næstu árum en félagið stefnir að skráningu á Euronext Growth hlutabréfamarkaðinn á haustmánuðum. Við höldum ótrauð áfram og ég hlakka til að taka þátt í þeim verkefnum sem liggja fyrir,“ segir Björk í fréttatilkynningu.