Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona segir í viðtali við breska dagblaðið Guardian í morgun, að Katrín Jakobsdóttur forsætisráðherra hafi svikið sig og sænska aðgerðarsinnan Gretu Thunberg.

Björk segir að Katrín hafi lofað að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum árið 2019. Katrín hafi hins vegar hætt við á síðustu stundu.

„Ég eiginlega treysti henni, kannski af því að hún er kona - og þegar hún flutti ræðuna sagði hún ekki orð um loftslagsmál. Og ég var brjáluð,“ segir Björk í viðtalinu við Guardian.