Björn Atli starfaði hjá fjárfestingarbankanum Pareto Securities í New York árin 2013-2017 við miðlun hlutabréfa og skuldabréfa. Hann lauk meistaranámi í fjármálum við Massachusetts Institute of Technology (MIT) árið 2013 og þar áður B.Sc. námi í fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2012.

Björn Atli hefur réttindi sem verðbréfamiðlari í New York ríki og hefur lokið öllum þremur prófum CFA stofnunarinnar í Bandaríkjunum.

„Starfsemi GAMMA á alþjóðamörkuðum heldur áfram að vaxa og viðtökurnar erlendis hafa verið góðar. Með starfsemi í New York, London og Sviss gefst okkur færi á að bjóða viðskiptavinum okkar öfluga þjónustu á alþjóðavísu,“ segir Gísli Hauksson, stjórnarformaður GAMMA og forstjóri GAMMA í London.

„Skrifstofur okkar aðstoða íslenska viðskiptavini við að fjárfesta erlendis og erlenda viðskiptavini við að fjárfesta á Íslandi auk þess sem við sinnum ráðgjöf fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra í tengslum við alþjóðlegar fjárfestingar.“

Um fyrirtækið:

Höfuðstöðvar GAMMA eru í Reykjavík en félagið rekur einnig skrifstofu í London og stefnir að opnun skrifstofu í New York síðar á árinu. Björn Atli er þriðji starfsmaður GAMMA á skrifstofunni í New York, sem stýrt er af Laurent Lavigne du Cadet. Þá er félagið einnig með starfsemi í Zürich í Sviss.