Að sjálfsögðu ræðst afkoma ríkissjóðs ekki af fjölda ráðuneyta heldur hinu, hvort atvinnu- og efnahagslífið blómstrar eða ekki.

Þetta segir Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á vef sínum gærkvöldi en sem kunnugt er sat ríkisstjórnin á fundi í Ráðherrabústaðnum í gær þar sem að sögn fjölmiðla var hugað að fjárlagagerð næsta árs með tilliti til fækkunar ráðuneyta.

„Þetta er aðeins enn ein reykbomban, sem sprengd er í kringum ríkisstjórnina,“ segir Björn.

„Ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til skattafjötra, sem eru öruggasta úrræðið til að kæfa frumkvæði og framtak. Ríkisstjórnin er á flótta undan veruleikanum, ef hún heldur að fjárlagavandinn ráðist af fjölda ráðuneyta.“

Þá segir Björn að stækkun ráðuneyta sé ekki skynsamlegasta leiðin til að styrkja stjórnsýsluna. Hún batni ekki við að fella saman undir einn hatt málefni, sem eru óskyld.

Sjá nánar á vef Björns.