Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, er starfandi forsætisráðherra í fjarveru Geirs H. Haarde, sem er staddur í Bandaríkjunum vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hljóp í skarðið fyrir Geir fyrstu dagana meðan hann var fjarverandi en hún þurfti að fara til Frakklands.

Það er því Björn Bjarnason sem heldur um stjórnartaumana þangað til Geir H. Haarde snýr aftur til starfa en hann kemur til landsins á sunnudag.