Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að þegar ályktun framsóknarmanna um Evrópumál sé lesin sjáist að hún sé „ósköp hefðbundin já,já/nei,nei afstaða framsóknarmanna, enda hefði hún ella ekki hlotið jafnafgerandi stuðning flokksmanna“. Björn segir einkennilegt að niðurstaðan skuli gleðja aðildarsinna og segir að af blöðum megi helst ráða að framsóknarmenn hafi samþykkt að fara í Evrópusambandið á flokksþingi sínu á föstudag.