Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, hefur sagt starfi sínu hjá Viðskiptaráði lausu. Þetta staðfestir hann í samtali við Viðskiptablaðið.

Björn hefur starfað hjá Viðskiptaráði frá árinu 2014. Hann lauk BSc. prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og meistaraprófi í fjármálahagfræði frá University of Oxford ári síðar.

Hann starfaði áður sem ráðgjafi hjá Kaupmannahafnarskrifstofu alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company. Í störfum sínum hjá McKinsey vann Björn einkum að stefnumótun og rekstrarumbótum í opinbera geiranum og hjá alþjóðlegum framleiðslu- og upplýsingatæknifyrirtækjum. Þar áður vann hann hjá greiningardeild fjárfestingarbankans Credit Suisse í London.