Björn Brynjúlfur Björnsson
Björn Brynjúlfur Björnsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Björn Brynjúlfur Björnsson hefur verið ráðinn hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Meginverkefni Björns verður að hafa umsjón með málefnastarfi ráðsins. Jafnframt mun hann taka þátt í stefnumótun, samskiptum við stjórn og félagsmenn sem og sinna annarri daglegri starfsemi. Björn hefur þegar hafið störf hjá Viðskiptaráði.

Í tilkynningu frá Viðskiptaráði segir að Björn sé með víðtæka þekkingu og reynslu af stefnumótun og greiningarstörfum, en hann starfaði áður sem ráðgjafi hjá Kaupmannahafnarskrifstofu alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company. Í störfum sínum hjá McKinsey vann Björn einkum að stefnumótun og rekstrarumbótum í opinbera geiranum og hjá alþjóðlegum framleiðslu- og upplýsingatæknifyrirtækjum.

Þar áður vann hann hjá greiningardeild fjárfestingarbankans Credit Suisse í London. Björn er með BS-próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálahagfræði frá Oxford-háskóla.