Þorsteinn Guðnason og Björn Leifsson hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Þorsteinn hafi keypt 4,42% hlut Lauga ehf. í útgáfufélaginu DV.

„Við erum sammála um að það sé útgáfufélaginu DV ehf. til hagsbóta að Björn Leifsson og Laugar ehf. hverfi úr hluthafahópnum. Markmið okkar sem eigum meirihluta í DV er að treysta rekstur þess og bæta í þegar kemur að útgáfustarfseminni og leitast við að skapa frið um starfsemina. Umrædd viðskipti eru liður í þeirri vitleitni," segir Þorsteinn Guðnason, stjórnarmaður í DV ehf.

Björn Leifsson segist ætla að einbeita sér að rekstri líkamsræktarstöðva sinna. „Þjóðin hefur nú fengið að sjá hvern mann Reynir Traustason hefur í raun og veru að geyma og ég hef engu við það að bæta.“

Framhaldsaðalfundur DV ehf fer fram næstkomandi föstudag. Fram kemur í yfirlýsingunni að vilji stærstu eigenda hlutafjár í DV ehf. sé að stjórn fyrirtækisins endurspegli raunverulegt eignarhald í félaginu.