Björn Brynjúlfur Björnsson hóf á dögunum störf sem hagfræðingur Viðskipta­ráðs Íslands (VÍ). Björn er reyndar öll­um hnútum kunnugur þar því hann starfaði sem sérfræðingur VÍ fyrir fáeinum árum. „Ég var þar sem sérfræðingur og tók þátt í málefnastarfinu á þeim helstu sviðum sem Viðskiptaráð fjallar um,“ segir Björn. Nú er hann í því hlutverki að leiða málefna­ starfið.

Björn lauk BSc. prófi í iðnaðar­ verkfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og meistaraprófi í fjármála­hagfræði frá University of Oxford ári síðar. Björn er 26 ára gamall en þrátt fyrir ungan aldur hef­ur hann töluverða starfsreynslu og hefur ferðast víða. Hann var sumarnemandi í Sjanghaí í Kína árið 2009 og skiptinemi í Háskól­anum í Miami árið 2010.

Björn Brynjúlfur segist hafa haft mikinn áhuga á því námi sem var í boði í Kína. „Þetta var mjög alþjóðlegt prógramm og þangað komu nemendur alls stað­ar að úr heiminum til að læra,“ segir hann. „Af sömu ástæðu hef ég búið mikið erlendis. Mér finnst gaman að upplifa aðra menningu og kynnast fólki með ólíkan bak­grunn,“ bætir hann við. Hann segir að það hafi verið gaman að kynnast kínversku samfélagi og núna skilji hann betur stjórnmál­in þar og hvernig ákvarðanir þar eru teknar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .