*

laugardagur, 4. desember 2021
Innlent 27. nóvember 2020 11:59

Björn íhugar að segja upp 350 manns

Eigandi World Class íhugar að segja upp öllum sínum starfsmönnum næstkomandi mánudag sem eru 350 talsins.

Alexander Giess
Björn Leifsson eigandi World Class.
Haraldur Guðjónsson

Björn Leifsson, eigandi World Class, segist hafa tekið eins milljarðs króna lán vegna heimsfaraldursins og íhugar hvort rétt sé að segja upp 350 starfsmönnum næstkomandi mánudag. Björn segir í viðtali við Vísi að ef hann ætti ekki flestar þær fasteignir sem stöðvar World Class eru reknar í væri hann kominn í gjaldþrot.

Björn segist svartsýnn á að líkamsræktarstöðvar fái að opna á ný fyrir áramót, miðað við hljóðið í sóttvarnalækni. Hann segir að launakostnaður sé um 90 milljónir króna á mánuði og nú hafi honum verið gert að loka í fjóra mánuði á þessu ári. Björn fullyrðir að hann hafi orðið fyrir 1,2 milljarða króna tekjufalli vegna faraldursins.

Nú þegar hafi hann sagt upp fjörutíu starfsmönnum í upphafi þeirra bylgju sem nú er í gangi en nú sé spurning hvort hann segir upp öllu öðru starfsfólki eða 350 manns. Björn segir að þegar fyrstu lokanir voru framkvæmdar í vor hafi hann verið með 550 starfsmenn og 50 þúsund meðlimi.