Á hluthafafundi Verðbréfaþjónustu Sparisjóðsins hf., VSP í gær var kosinn ný stjórn félagsins. Stjórn félagsins skipa Björn Ingi Sveinsson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar formaður, Birgir Ómar Haraldsson stjórnarformaður Sparisjóðs Kópavogs, Ragnar Z. Guðjónsson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vélstjóra, Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur og Ólafur Elísson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vestmannaeyja.

Varastjórn félagsins skipa Gísli Kjartansson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu, Magnús D. Brandsson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Ólafsfjarðar og
Vilhjálmur G. Pálsson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðfjarðar. Á fundinum mættu fulltrúar 20 sparisjóða.

VSP veitir sparisjóðum landsins sérfræðiþekkingu á sviði verðbréfaþjónustu. Gert er ráð fyrir að starfsemi VSP hefjist formlega síðar í þessum mánuði segir í tilkynningu félagsins.

Már Wolfgang Mixa hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. VSP er til húsa á 8. hæð norðurturns Kringlunnar.