*

laugardagur, 4. desember 2021
Innlent 7. febrúar 2014 16:13

Björn Leifsson höfðar mál gegn DV

Eigandi World Class sakar ritstjóra DV um aðdróttanir í sinn garð.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Björn Leifsson, eigandi Þreks sem rekur World Class, hefur ákveðið að höfða mál gegn DV. Hann segir blaðið ítrekað hafa dróttað um sig, fjölskyldu sína og fyrirtæki sem tengjast World Class. 

„Ég hef fram til þessa ekki viljað svara þessum sora en hef nú tekið ákvörðun um að biðja lögmann minn um að undirbúa  meiðyrðamál gegn ritstjóra og útgefanda DV,“ segir í yfirlýsingu Björns Leifssonar. 

Í yfirlýsingunni frá Birni var eftirfarandi jafnframt fullyrt.

  • Ekki hefur verið skipt um félög sem standa að rekstri líkamsræktarstöðva World Class og þau hafa ekki skipt um kennitölu.
  • Vegna  krafna Straums fjárfestingabanka í kjölfar fjárfestinga í Danmörku sem fyrirtækið Þrek tók þátt í með 25% hlut var óskað eftir gjaldþrotaskiptum félagsins. Áður en til slita kom tókst samkomulag við kröfuhafa og hluthafar tóku aftur við rekstri félgsins. Í samningum þessum fólust ekki afskriftir á lánum. Þrek hafði unnið tvö af fjórum dómsmólum sem slitastjóri fór fram með en samkomulag varð um að draga hin dómsmálinn til baka. 
  • Fyrirtækin sem standa að rekstri líkamsræktarstöðva World Class hafa ávallt staðið við allar sínar skuldbindingar. 
Stikkorð: World Class