Í Viðskiptaþættinum á Útvarpi Sögu (99,4) í dag verður rætt við Björn Leifsson, eiganda World Class, en hann hefur sett fram áhugaverðar hugmyndir um endurnýjun Laugardalslaugar. Þar rekur Björn í dag stærstu líkamsræktarstöð landsins við miklar vinsældir. Björn hefur reynst vera framsýn þegar kemur að uppbyggingu líkamsræktaraðstöðu fyrir almenning og við ræðum þau mál við hann í dag.

Einnig verður rætt við Sigurð Jónsson, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, en þeir hafa mótmælt aukinni fríhafnarverslun. Í lok þáttarins fáum við svo nýjustu tíðindi af olíumörkuðum en þá verður rætt við Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóra eldsneytis hjá Olíufélaginu.