*

föstudagur, 5. júní 2020
Fólk 30. október 2019 11:04

Björn Markús nýr sölustjóri hjá Origo

Origo hefur ráðið Björn Markús Þórsson sem sölustjóra þjónustulausna hjá Origo.

Ritstjórn
Björn Markús Þórsson er nýr sölustjóri Þjónustulausna hjá Origo.
Aðsend mynd

Björn Markús Þórsson hefur verið ráðinn sölustjóri hjá Þjónustulausnum upplýsingatæknifyrirtækisins Origo, en hann var áður sérfræðingur í miðlægum lausnum hjá Origo.

Björn Markús Þórsson hefur komið að fjölmörgum innleiðingum tölvukerfa og rekstri upplýsingatæknikerfa hjá ólíkum fyrirtækjum á liðnum árum. Hann var áður deildarstjóri tölvudeildar Mannvits, annaðist hönnun og innleiðingu á tölvukerfi Manvits í Ungverjalandi og Bretlandi og stækkun á tölvukerfi Norðuráls.

Þá starfaði hann sem sérfræðingur í skýja-, afritunar- og rekstrarlausnum hjá Advania. Björn er með Microsoft Certified IT Professional vottun frá Promennt auk vottunar í Veeam.