*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 18. júlí 2010 17:47

Björn Þorri: Málið er ekki flókið

Hæstiréttur mun þurfa að taka afstöðu til fleiri lánasamninga

Sigríður Dís Guðjónsdótt

Björn Þorri Viktorsson hæstaréttarlögmaður flutti málið um gengistryggðu bílalánin sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæt. Í huga Björns Þorra er málið ekki jafn flókið og margir vilja meina. Hann bendir á að í landinu séu einungis ein lög um vexti og verðtryggingu í gildi og þau eigi að gilda um lánasamninga, hvort sem þeir eru bílalánasamningar eða íbúðalánasamningar.

Hann telur að lögmenn bankanna, fulltrúar fjármálaeftirlitsins og embættismenn í seðlabankanum hafi sofið á verðinum. „Sá sem fékk raunverulega erlenda mynt inn á sinn reikning fyrir þessi lán á sínum tíma, hann tók erlent lán en aðrir ekki. Allt hitt eru mismunandi útfærslur til að reyna að fara á svig við gildandi lög,“ segir Björn Þorri.

-Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins er að finna ítarlega úttekt á gengistryggðum lánasamningum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is