Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra skipaði í dag Björn Þorvaldsson, aðstoðarsaksóknara og staðgengil saksóknara efnahagsbrota, í embætti saksóknara við ríkissaksóknaraembættið frá og með 1. apríl 2009 til fimm ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu en umsóknarfrestur rann út 18. febrúar síðastliðinn.

Aðrir umsækjendur um embættið voru Daði Kristjánsson, settur saksóknari, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, settur saksóknari, Ragnheiður Jónsdóttir lögmaður og Sigurður Gísli Gíslason, lögmaður við embætti ríkislögmanns.