Af þeim meginverkefnum sem framundan eru í hagstjórninni eru ríkisfjármálin mest krefjandi. Þetta kom fram í máli Björns Rúnars Guðmundssonar, skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, á morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins í morgun. Björn Rúnar taldi að miðað við stöðuna í dag sé erfiðasti hjallinn eftir í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Björn Rúnar sagði að meginkostur núverandi stefnu væri hversu einföld hún er: Frumjöfnuður í jafnvægi árið 2011 Heildarjöfnuður í jafnvægi árið 2013 Skuldsetning ríkissjóðs undir 60% af VLF til lengri tíma litið

Fyrsta aðlögunarskrefið var stigið um mitt síðasta ár með aðgerðum sem kynntar voru í júní á síðasta ári.

Björn Rúnar sagði að mikilvægt væri að huga að samræmingu í fjármálum ríkis og sveitarfélaga til að hægt verði að treysta ramma opinberra fjármála. Hingað til hafa ríkisfjármálin verið í forgrunni. Mikilvægt að leggja aukna áherslu á opinber fjármál í heild.

Einnig sagði Björn Rúnar að leggja yrði aukna áherslu á langtímamarkmið og bindandi útgjaldaramma yfir lengra tímabil en nú tíðkast. Mikilvægi skuldastýringar í opinberum fjármálum hefur aldrei verið meira, nú þegar skuldsetning hins opinbera hefur aukist mikið.