Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur sýknað Björn Stein­bekk af kröfu GAM Mana­gement ráðgjaf­ar ehf. um endurgreiðslu 686 þúsund krón­a auk drátt­ar­vaxta.

Krafan er vegna miða á leik Íslands og Frakk­lands á EM í Frakklandi í sum­ar sem voru ekki afhentir.

Að mati héraðsdóms kom Björn ekki fram fyrri eigin hönd heldur Són­ar Reykja­vík ehf. Valt niðurstaðan m.a. á því að í tölvupóstum um kaupin kom fram „Bjorn Stein­bekk, Head Promoter“ og að GAM Management ráðgjöf greiddi inn á reikning Sónar Reykjavík.

í niðurstöðu héraðsdóms segir. „Sam­kvæmt öllu fram­an­greindu tel­ur dóm­ur­inn nægi­lega sannað að viðsemj­anda stefnda mátti vera ljóst að kaup­samn­ing­ur væri gerður við stefnda fyr­ir hönd Són­ar Reykja­vík ehf. Verður því að leggja til grund­vall­ar að téð einka­hluta­fé­lag hafi verið selj­andi miðanna og ábyrgt fyr­ir efnd­um kaup­samn­ings­ins.“

Málið var upp­haf­lega einnig höfðað gegn Són­ar Reykja­vík ehf. en ekki var sótt þing af hálfu fé­lags­ins. Það hefur nú verið tekið til gjaldþrotaskipta.