Björn Þórir Sigurðsson hefur verið ráðinn yfirmaður framleiðslu hjá Latabæ og mun hann stýra sjónvarpsframleiðslu á öllu nýju efni Latabæjar. Á meðal þess sem Björn mun stýra er þriðja serían um ævintýri Íþróttaálfsins og vina hans sem áætlað er að verði sýnd í 180 löndum. Þáttaserían verður helsta barnaefni Turner-samsteypunnar næstu árin.

Björn Þórir starfar náið með forstjóra félagsins, Magnúsi Scheving og stjórn þess.  Hann hefur frá árinu 2008 stýrt markaðs- og tekjumálum fyrir Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins og Mbl.is.

Áður hefur Björn Þórir m.a. starfað sem dagskrár- og síðar sjónvarpsstjóri Skjás Eins, dagskrárstjóri Stöðvar 2 og framkvæmdastjóri PoppTíví.  Björn Þórir hefur einnig gegnt stjórnarstörfum fyrir fjölmörg fyrirtæki og samtök hér á landi.  Björn Þórir er með B.A gráðu í Visual Communications frá American Intercontinental Unviersity í Los Angeles í Bandaríkjunum.