*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Fólk 4. júní 2019 16:44

Björn til Iceland Travel

Hörður Gunnarsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Iceland Travel eftir tæpan áratug í starfi.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Björn Víglundsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Iceland Travel, dótturfélags Icelandair Group. Hörður Gunnarsson sem leitt hefur félagið í tæpan áratug lætur af störfum en hann mun verða félaginu til ráðgjafar næstu mánuði. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandair Group. Þar kemur jafnframt fram að gert sé ráð fyrir því að hefja söluferli Iceland Travel á haustmánuðum. 

Björn starfaði áður sem framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn á árunum 2017-2019 þar sem hann leiddi sameiningu ljósvaka- og netmiðla Vodafone og 365 við samruna fyrirtækjanna. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Vodafone, á árunum 2013-2017, en hafði þá starfað sem framkvæmdastjóri einstaklingssviðs frá árinu 2009 og framkvæmdastjóri markaðssviðs frá árinu 2005.

„Það er ánægjulegt að fá Björn Víglundsson til starfa en hann hefur áratuga reynslu af stjórnun markaðs- og sölumála og er því vel í stakk búinn til að takast á við þær áskoranir og tækifæri sem Iceland Travel stendur frammi fyrir með því góða fólki sem þar starfar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Mig langar jafnframt að þakka Herði Gunnarssyni fyrir vel unnin störf og framlag til félagsins en hann hefur byggt Iceland Travel upp farsællega síðastliðinn áratug.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is