Þrír voru í framboði til varaformanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, þeir Björn Valur Gíslason, Daníel Haukur Arnarsson og Þorsteinn Bergsson. Gefin voru út 404 kjörbréf, en atkvæði greiddu 249 manns. Þar af fékk Björn valur atkvæði 143 eða 57% og er því nýr varaformaður VG. Einn seðill var auður en enginn ógildur.

Fyrr í dag var Katrín Jakobsdóttir kjörin formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Þá var Sóley Tómasdóttir kjörin ritari flokksins og Hildur Traustadóttir kjörin gjaldkeri Vinstri grænna.