Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur skipað nýja stjórn Landspítalans. Skipunartími stjórnarinnar eru tvö ár.

Stjórnarmenn eru:

  • Björn Zoëga, forstjóri og bæklunarskurðlæknir, formaður 
  • Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, varaformaður
  • Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ og doktor í stjórnun og menntunarfræðum
  • Höskuldur H. Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion banka
  • Ingileif Jónsdóttir,  deildarstjóri smit- og bólgusjúkdóma hjá Íslenskri erfðagreiningu og prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands

Varamenn eru: 

  • Birgir Gunnarsson, framkvæmdastjóri og rekstrarfræðingur
  • Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Áheyrnarfulltrúar starfsmanna eru: 

  • Marta Jóns Hjördísardóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Örvar Gunnarsson, krabbameinslæknir  

Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að Björn Zoëga, formaður nýrrar stjórnar Landspítalans og forstjóri Karólínska-háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi, hafi víðtæka þekkingu og reynslu af rekstri heilbrigðisstofnana bæði innanlands og á alþjóðavettvangi.

„Ég er afar þakklátur því trausti sem mér er sýnt með þessari skipan. Ég ber hag íslensks heilbrigðiskerfis fyrir brjósti og er sannfærður um að reynsla mín muni nýtast vel í þeim verkefnum sem eru fram undan Helstu spítalar Norðurlandanna gera ráð fyrir því að stjórn veiti forstjóra og stjórnendum á spítölum stuðning og rýni ákvarðanatöku. Slíkt fyrirkomulag er mikilvægt, ekki aðeins út frá rekstri heldur út frá hagsmunum sjúklinga, starfsmanna og samfélagsins. Ég er sannfærður um að það verður einnig til heilla hér á landi“, segir Björn í tilkynningunni.