Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, hefur sagt upp störfum og tilkynnt það Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigðisráðherra. Netmiðillinn Eyjan segir frá þessu í dag en þar kemur fram að ekki liggi fyrir hver ástæðan er fyrir því að Björn segir upp störfum en bætir því við að Björn hafi hvorki vilja játa né neita því.

Björn tók við starfi forstjora Landspítalans í október árið 2010.

Hvorki hefur náðst í Björn né Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra við vinnslu fréttarinnar en reglubundinn forstöðumannafundur heilbrigðisráðuneytisins stendur nú yfir.