Stjórnin SABMiller og AB InBev tilkynntu í gær að þær hefðu náð samkomulagi um meginatriði samruna fyrirtækjanna tveggja. The Wall Street Journal greinir frá .

Fyrirtækin eru þegar stærsti og næst stærsti bjórframleiðendur í heimi en úr verður fyrirtæki sem mun selja einn af hverjum þremur bjórum í heiminum.

Heildarverðmæti samrunans er talinn vera í kringum 104,2 milljarðar dala, eða um 12.933 milljarða íslenskra króna. Tilboði InBev upp á 44 pund á hlut, um 8.390 krónur á hlut, var loks samþykkt af hluthöfum SABMiller en þetta var fimmta yfirtökutilboð InBev. Verðið er um það bil 50% yfir markaðsverði SABMiller þegar yfirtökutilraunir hófust þann 14. september.