Bjórrisinn Anheuser-Busch InBev vonast til að sækja sér 9,8 milljarða dollara með skráningu dótturfélags í Asíu. Skráningin og hlutabréfaútboðið yrði það stærsta á árinu hingað til.

AB InBev er einn stærsti bjórframleiðandi í heimi og framleiðir meðal annars annars hinn vinsæla Budweiser bjór.

Þrátt fyrir að tveir þriðju af sölutekjum af Budweiser og helmingur hagnaðar komi frá mörkuðum í Ástralíu og Kóreu er búist við að markaðir í Kína verði helsta uppspretta hagnaðar á komandi árum.

Heildar hagnaður af Asíu starfsemi fyrirtækisins var 1,4 milljarðar dollara árið 2018 og 1,1 milljarður dollara árið á undan.