Björt framtíð, flokkur þeirra Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu Kristínar Helgadóttur, mælist með rúmlega 8% fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Frá þessu greinir Ríkisútvarpið. Ef marka má niðurstöður könnunarinnar er Björt framtíð eini nýji stjórnmálaflokkurinn sem nær manni á þing í komandi kosningum.

Af öðrum flokkum eykst fylgi Samfylkingarinnar lítillega á milli mánaða og mælist 22,5 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur og er með 35,9 prósenta fylgi. Fylgi Vinstri grænna mælist 10,6 prósent og Framsóknarflokks 12,7 prósent.

Könnunin var gerði 1. - 29. nóvember. 5759 voru í úrtakinu og var svarhlutfall 60%.