Björt framtíð stefnir á að bjóða fram lista í Hafnarfirði í sveitastjórnarkosningum sem fram fara í vor. Þetta staðfestir Hlini Melsteð Jóngeirsson, formaður Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, í samtali við VB.is. „Markmiðið er að bjóða fram næst,“ segir hann. Björt framtíð í Hafnarfirði hélt aðalfund á miðvikudag í síðustu viku, en félagið var stofnað í sumar.

Aðspurður um það hvernig valið verður á lista í Hafnarfirði segir Hlini Melsteð að svipaður háttur verði hafður á því og þegar valið var á lista hjá Bjartri framtíð fyrir þingkosningarnar í sumar. Nefnd muni sjá um að velja á listana.

Hlini Melsteð segir að virkir félagar í Bjartri framtíð í Hafnarfirði sé 17 en fleiri séu skráðir í félagið.