Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn á Alþingi, samkvæmt nýrri könnun MMR sem var gerð dagana 18. - 23. júní.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist 25,0% líkt og í síðustu könnun. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 21,8%, borið saman við 19,2% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 16,5% borið saman við 16,3% í síðustu könnun. Fylgi Vinstri-græn mældust nú með 11,4% fylgi, borið saman við 11,0% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 9,5%, borið saman við 10,2% í siðustu könnun og fylgi Pírata mældist nú 8,3%, borið saman við 10,7% í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist undir 2%.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 38,0% en mældist 36,8% í síðustu mælingu (sem lauk þann 23. maí s.l.).

Svarendur í könnuninni voru einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. 943 einstaklingar svöruðu könnuninni.