Björt framtíð er stærsti flokkurinn í borginni, með stuðning 28,3 prósenta borgarbúa og fimm borgarfulltrúa, samkvæmt nýrri könnun sem birt er í Fréttablaðinu í morgun.

Samfylkingin mælist með 23 prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn nánast hnífjafn með 23,1 prósent. Báðir flokkar fengju samkvæmt því fjóra borgarfulltrúa.

VG er með stuðning 9,5 prósenta borgarbúa, og Píratar mælast með 9,6 prósent. Flokkarnir næðu báðir inn einum borgarfulltrúa miðað við þá niðurstöðu.

Hvorki Framsóknarflokkurinn né Dögun myndu ná nægum stuðningi til að koma manni í borgarstjórn