Hið nýja stjórnmálaafl Björt framtíð mælist með 13,4% fylgi í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Björt framtíð nýtur samkvæmt þessu meira fylgi en Framsókn og Vinstri grænir og er eina nýja framboðið sem nær mönnum á þing.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins vex samkvæmt könnuninni og bætir Samfylkingin einnig við sig fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með stuðning 40,7% landsmanna en Samfylkingin um 19,2% kjósenda.