Björt var samkvæmt frétt á vef mbl.is valin sem formaður Bjartrar framtíðar með lófataki rétt fyrir hádegi, þar sem hún var ein í framboði. Aukaaðalfundurinn hófst klukkan ellefu í morgun og átti kosning í embætti formanns að vera milli 12 og 15 í dag en kjósa átti rafrænt. Björt tekur við af Óttari Proppé heilbrigðisráðherra, sem sagði af sér embættinu í lok október.

Þrjú fram­boð bár­ust vegna kosn­ing­ar á embætti stjórn­ar­for­manns flokks­ins. Eru þau Nichole Leigh Mosty, Theo­dóra Sig­ur­laug Þor­steins­dótt­ir og Ágúst Már Garðars­son í fram­boði.