Aukaársfundur Bjartrar Framtíðar fer fram á Hótel Cabin í laugardaginn en þar verður kosinn nýr formaður kosinn en Óttarr Proppé sagði af sér eftir alþingiskosningarnar í haust en flokkurinn náði ekki manni inn á þing.

Þá hefur Nicole Leigh Mosty gefið kost á sér í embætti stjórnarformanns Bjartrar Framtíðar en framboðsfrestur í bæði embættin rennur út í upphafi fundar. Á aukaársfundinum mun jafnframt verða unnið að sveitarstjórnarmálum en Björt Framtíð er í meirihluta í þremur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.