Björtuloft opnuðu í dag í Hörpu. Margir lögðu leið sína upp á loft í Hörpu í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

„Nafnið er fengið frá Þórarni Eldjárn. Það sem er sérstakt við þennan glæsilega sal er dagsbirtan. Allir aðrir salir í húsinu eru gluggalausir,“ segir Helga Thors, markaðsstjóri Hörpu. Björtuloft er 400 fermetra salur á tveimur hæðum sem er staðsettur á efstu hæðum Hörpu.

Helga segir salinn aðallega hugsaðan fyrir ráðstefnur, fyrirlestra og fundi en hann má líka leigja út fyrir veislur og móttökur. Björtuloft er fyrsta rýmið sem er opnað á efstu hæðum Hörpu: „Enn eru fjögur rými óopnuð og það eru allt rými með miklu útsýni og birtu. Í Björtuloftum er glerveggur í 180 gráður sem snýr í vestur og norður. Það sem er sjarmerandi við salinn er útsýnið við höfnina, Vesturbæinn og Esjuna og í góðu skyggni má sjá Snæfellsjökul. Einnig er hægt að ganga út á 100 fermetra svalir á miðjum fundi,“ segir Helga.

Björtuloft - Erna Hauksdóttir,  Danski sendiherrann Søren Haslund og  Karen Haslund
Björtuloft - Erna Hauksdóttir, Danski sendiherrann Søren Haslund og Karen Haslund
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Björtuloft
Björtuloft
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Björtuloft
Björtuloft
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Björtuloft - Auður Halldórsdóttir og Birna Hrönn Björnsdóttir.
Björtuloft - Auður Halldórsdóttir og Birna Hrönn Björnsdóttir.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Björtuloft
Björtuloft
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Björtuloft - Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Guðmundur Kristjánsson.
Björtuloft - Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Guðmundur Kristjánsson.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Björtuloft - Halldór Guðmundsson og Hrefna Haraldsdóttir.
Björtuloft - Halldór Guðmundsson og Hrefna Haraldsdóttir.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)