Björn Leifsson staðfesti í dag að félag í hans eigu og Hafdísar Jónsdóttur, Laugar ehf., hefði eignast 4,42% hlut í DV. Þetta kemur fram á Vísi. Hluturinn var áður í eigu Ólafs Magnússonar, fyrrverandi stjórnarformanns DV og Kú ehf., Catalína ehf., Innrömmun Sigurjóns ehf. og Víkurós ehf.

Í viðtali við Vísi segir Björn að hann vilji sjá vel rekið gott dagblað hér á landi. „Ef ég get haft einhver áhrif á það að koma Reyni Traustasyni frá þá er það hið besta mál. Hann er stórhættulegur mannorðsmorðingi,“ segir Björn.