*

sunnudagur, 16. júní 2019
Innlent 5. maí 2015 08:20

BL fær umboð fyrir Jaguar

Allir helstu bílar lúxusbílamerkisins Jaguar verða í boði hér á landi með haustinu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

BL mun opna Jaguar umboð á Íslandi í haust og bjóða alla helstu bíla breska lúxusbílamerksins hér á landi. BL hefur verið í viðræðum við Jaguar í talsverðan tíma og nú sér loks fyrir endan á löngu samningaferli. Þetta staðfestir Loftur Ágústsson, markaðsstjóri BL.

Bílaumboðið er einnig með umboð fyrir Land Rover hér á landi sem kunnugt er en bæði merkin eru undir sama fyrirtæki þ.e. Jaguar/Land Rover.

Fyrsti Jaguar bíllinn sem sýndur verður er F-Type sportbíllinn en hann verður til sýnis á stórsýningu Bílgreinasambandsins „Allt á hjólum“ í Fífunni um næstu helgi. Sá bíll verður í S Coupe útfærslu.

Stikkorð: Jaguar BL Loftur Ágústsson
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is