*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 28. júní 2017 19:12

BL og Ellingsen í samstarfi við Costco

Bílaumboðið BL og útivistarvöruverslunin Ellingsen eru í 60-daga samstarfi við bifvélaklúbb Costco. Samstarfið felur í sér að meðlimir Costco á Íslandi njóti tímabundinna sérkjara við kaup á völdum bílum, fjórhjólum og sæþotum.

Snorri Páll Gunnarsson
Haraldur Guðjónsson

Frá opnun Costco í Kauptúni þann 23. maí síðastliðinn hafa bílaumboðið BL og útivistarvöruverslunin Ellingsen verið í samstarfi við Costco Auto Program. Samstarfið felur í sér að meðlimir Costco á Íslandi njóti sérkjara í takmarkaðan tíma við kaup á nýjum BMW bílum hjá BL og ferðatækjum hjá Ellingsen.

Costco Auto Program, eða bifvélaklúbbur Costco, er rekinn af bandaríska ráðgjafa- og markaðssetningarfyrirtækinu Affinity Development Group undir merkjum Costco. Affinity hefur gert samninga við BL og Ellingsen í allt að 60 daga frá opnun Costco.

Samningarnir fela í sér að Costco auglýsir valdar bifreiðar á vefsíðunni www.costcoauto.is fyrir hönd umboðsaðila bifreiðanna. Costco nýtur alþjóðlega stærð sína, kaupmátt og samningsstöðu til að semja um afslætti á bifreiðunum. Þeir sem hafa keypt sér aðildarkort í Costco og hafa áhuga á því að kaupa auglýsta bifreið skrá sig á vefsíðuna. Þeir fá upplýsingar um afsláttarkjör hjá viðkomandi umboðsaðila. Skráningin er síðan tilkynnt til umboðsaðilans, sem setur sig í samband við viðskiptavininn til að kanna frekari áhuga. Costco er því eins konar samningsaðili í þessu samstarfi sem gerir kaup á bifreið einfaldari og þægilegri. Fyrir þetta fær Costco markaðssetningar- eða auglýsingagjald frá umboðsaðilanum, en Costco fær engar tekjur af endanlegri sölu ökutækisins.

Í Bandaríkjunum hefur Costco Auto Program skilað miklum árangri, en frá 2008 hefur Costco verið annar stærsti bílasali í Bandaríkjunum. Bifreiðasala í gegnum samninga við Costco hefur um það bil tvöfaldast þar vestra frá 2008.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð. Meðal annars efnis í blaðinu er: 

 • Forseti ASÍ og framkvæmdastjóri SA, segja kjararáð leiða launastefnuna í landinu.
 • Umfjöllun um afkomu Icepharma árið 2016.
 • Fjallað er um áfengisframleiðandan Reykjavík Distillery.
 • Seðlabanki Íslands greip til aðgerða á gjaldeyrismarkaði í síðustu viku.
 • GAMMA Capital Management hefur sett á stofn fasteignasjóð í London.
 • Erfitt er að sjá að bólumyndun sé að eiga sér stað á íslenskum hlutabréfamarkaði.
 • Ítarlegt viðtal við Heiðar Guðjónsson, fjárfesti.
 • Heimsókn til höfuðborgar lýðræðislegasta ríkis heims.
 • Rætt er við forsvarsmenn hugbúnaðarfyrirtækisins sem hannar lausnina Payday.
 • Hrefna Lind Ásgeirsdóttir, nýr framkvæmdastjóri hugbúnaðarþróunar hjá Meniga, er tekin tali.
 • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um ákvörðun kjararáðs.
 • Óðinn fjallar um samkeppni Haga og fjölmiðla.
Stikkorð: BL Ellingsen Costco
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is