*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Sjónvarp 31. desember 2016 11:59

Bláa lónið brýtur tíu milljarða múrinn

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, sagði við mótttöku Viðskiptaverðlauna Viðskiptablaðsins að of mikið sé horft á fjölda ferðamanna.

Ritstjórn
Hleð spilara...

Hin árlegu Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins voru afhent við hátíðlega athöfn á Grillinu á Hótel Sögu þann 29. des. en Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa Lónsins hlaut verðlaunin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra afhenti verðlaunin

Hér að ofan má sjá ræðu Gríms við móttöku verðlaunanna, en þar segir hann meðal annars að tekjur félagsins séu hátt í 50% meiri en árið 2015 og að félagið muni brjóta tíu milljarða múrinn í tekjum á árinu.

Sama dag kom út áramótatímarit Viðskiptablaðsins, Áramót, og var útgáfu tímaritsins því fagnað samhliða verðlaunaafhendingunni. Í tímaritinu má meðal annars finna ítarlegt viðtal við verðlaunahafa auk fjölda annars efnis. Þetta er tíunda árið í röð sem tímaritið Áramót kemur út.

„Við erum að verðleggja þjónustuna okkar í takt við verðmæti upplifunar gestanna,“ sagði Grímur meðal annars í ræðu sinni þegar hann tók við verðlaununum.

„Mér þykir fólk einblína um of á fjölda ferðamanna, eins og það eina sem skipti máli sé það hvort þeir verði ein milljón eða tvær. Það sem skiptir okkur Íslendinga máli er miklu frekar hvað við fáum miklar tekjur af ferðaþjónustunni."