*

laugardagur, 24. júlí 2021
Fólk 29. október 2018 13:49

Bláa lónið ræður Sigurð til forstöðu

Sigurður Hilmarsson fyrrum forstjóri Annata hefur verið ráðinn forstöðumaður upplýsingatæknisviðs hjá Bláa Lóninu

Ritstjórn
Sigurður Hilmarsson var áður forstjóri Annata og einn stofnenda og framkvæmdastjóri xRM Software.
Haraldur Guðjónsson

Sigurður Hilmarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður upplýsingatæknisviðs hjá Bláa Lóninu en hann  hefur unnið við upplýsingatækni um áratugaskeið.

Var hann meðal annars forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Annata, sem er hugbúnaðarfyrirtæki með starfsstöðvar víðsvegar um heiminn og þróar og selur eigin hugbúnað í gegnum net samstarfsaðila.

Hann var einn stofnenda og framkvæmdastjóri xRM Software sem sameinaðist Annata árið 2016 en áður starfaði hann hjá Nýherja, TM Software og Applicon sem ráðgjafi og stjórnandi.

Sigurður er með BS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Skövde í Svíþjóð. Eiginkona Sigurðar heitir Tinna Björk Hjartardóttir tölvunarfræðingur og starfsmaður Marel og eiga þau fjögur börn.