*

föstudagur, 15. janúar 2021
Innlent 26. mars 2020 18:05

Bláa lónið segir upp 164

Af um 600 starfsmönnum Bláa lónsins sem enn starfa hjá félaginu verða yfir 400 beðnir um að nýta hlutabótaleiðina.

Ritstjórn
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins.
Haraldur Guðjónsson

Bláa Lóninu mun segja upp 164 starfsmönnum en 764 starfsmenn störfuðu hjá fyrirtækinu í febrúar. Þetta er vegna aðstæðna í efnahagsmálum samkvæmt tilkynningu frá félaginu.

„Þannig er verið að bregðast við fordæmalausum aðstæðum og gjörbreyttu rekstarumhverfi fyrirtækisins, en eins og þegar hefur verið tilkynnt, hefur félagið nú lokað öllum starfstöðvum sínum til a.m.k. loka aprílmánaðar næstkomandi,“ segir í tilkynningu frá Bláa lóninu.

Félagið hyggst bjóða rúmlega 400 af þeim 600 starfsmönnum sem eru eftir hjá félaginu að fara í hlutastörf en fá á móti hlutabætur frá Vinnumálastofnun. Bent er á að starfsemi félagsins verði í algjöru lágmarki á þeim tíma sem þau eru í boði en úrræðið gildir út maí.